Í dag var undirritaður samningur um Fræðslustjóra að láni við Icelandair Hótel (IH). Fræðslustjórinn er kostaður af fjórum fræðslusjóðum/-setrum þ.e. Starfsafli, Landsmennt, Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks (SVS) og IÐUNNI fræðslusetri. Verkefnið nær til 5 hótela IH víðsvegar um landið. Flestir starfsmenn eru hjá Starfsafli eða um 170 starfsmenn af tæplega 500 starfsmönnum alls. Icelandair hótelin er landsþekkt fyrir framúrskarandi gæði […]