Endurmenntun atvinnubílstjóra

Að gefnu tilefni er á það bent að sömu reglur gilda um styrki vegna endurmenntunar atvinnubílstjóra og aðra starfstengda fræðslu sem er styrkt, sbr. eftirfarandi:
 
  • Starfsafl styrkir að öllu jöfnu fyrirtæki um 75% af kostnaði fyrir sína félagsmenn en þó aldrei meira en 40 þúsund fyrir hverja kennda klukkustund.
  • Fyrirtæki geta fengið allt að 3 mkr. á ári í styrk.
  • Ekki eru greiddir styrkir vegna salarleigu og veitinga á námskeiðum.
  • Greitt er að hámarki sem samsvarar 3ja ára styrk eða kr. 225.000 til fyrirtækja vegna einstaklingsnáms starfsmanna (þó aldrei meir en 75% af reikningi).

Þá má bæta við þetta að sæki starfsmaðurinn endurmenntunina erlendis þá er aðeins styrktur beinn námskeiðskostnaður, en flug og uppihald er ekki styrkt.  Því þarf reikningurinn að vera sundurliðaður og eins og alltaf með þá styrki sem greiddir eru til fyrirtækja, þá þarf reikningurinn að vera á nafni fyrirtækis, þar sem fram kemur nafn og kennitala þátttakenda.  

Ef fyrirtækið heldur sjálft þessa endurmenntun þá gildir sú regla að ekki er greitt meira en 40 þúsund fyrir hverja kennda klukkustund, óháð fjölda þátttakenda. 
 
Hér má lesa reglur um  fyrirtækjastyrki Starfsafls í heild sinni.