Verkefnið var áskorun fyrir okkur

Í lokahófi sem haldið var af tilefni þess að klasaverkefni Fræðslustjóra að láni er lokið, sagði Valdís Steingrímsdóttir, verkefnastjóri Starfsafls, eftirfarandi í ávarpi sínu:
 
“Þetta verkefni hefur  verið áskorun fyrir okkur öll sem tókum þátt í því  og sérstaklega fyrir fyrirtækin sem eru jú í samkeppni en sáu tækifærið sem þetta verkefni býður upp á, sagði hún. 
 
Fræðslusjóðir Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna hafa verið öflugir bakhjarlar þegar kemur að fjármögnun fræðslu og eru fyrirtæki í ferðaþjónustu sífellt að sækja meira til sjóðanna enda mikil vakning um mikilvægi fræðslu og símenntunar innan greinarinnar.
 
Tildrög þess að þetta verkefni fór af stað er að mörg lítil og meðalstór fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa leitað til starfsmenntasjóða um Það hvernig þeir gætu aðstoðað þau við greiningu á fræðsluþörfum og námskeiðahaldi fyrir sitt starfsfólk. Þar sem í mörgum tilfellum er um að ræða fyrirtæki með kannski 2-10 starfsmenn, þá er snúið hjá svo fámennum fyrirtækjum að koma á reglulegri þjálfun og jafnframt mjög kostnaðarsamt. Því kom hugmyndinum um klasasamstarf, þ.e.a.s. að nokkur fyrirtæki tækju sig saman og nýttu einn og sama ráðgjafann til að greina fræðsluþarfir og fengju síðan í framhaldinu fræðsluaðila til að skipuleggja og halda námskeiðin sem koma út úr greiningunni. Með þessu eru fyrirtækin í klasanum jafnframt að deila kostnaði vegna námskeiða.
 

Í þessu fyrsta verkefnið sem er jafnframt tilraunaverkefni tóku þátt fyrirtækin Frost og funi, Skyrgerðin, Hótel Örk, Almar bakari og Gistiheimilið Frumskógar.

..  og ég verð að segja það að ég er virkilega stolt af því,  verandi íbúi í Hveragerði að það voru fyrirtæki héðan sem riðu á vaðið og samþykktu að vera tilraunadýr, sagði Valdís að lokum,,

 
Framundan er að kynna verkefnið á suðurnesjum en þar hefur verkefninu verið sýndur mikill áhugi.  Þá standa vonir til að hægt sé að vinna samskonar klasaverkefni þar.  Frekari upplýsingar um verkefnið og Starfsafl má nálgast á skrifstofu Starfsafls.
 
Á myndinni er Valdís Steingrímsdóttir, verkefnastjóri Starfsafls.