Afgreiddar umsóknir í febrúar

Í febrúar afgreiddi Starfsafl óvenju margar umsóknir til fyrirtækja eða alls 48.  Á bak við þann fjölda eru 800 starfsmenn, 23 fyrirtæki og samanlagður kostnaður um 3 milljónir. Sem fyrr vantar uppgjör vegna samninga um eigin fræðslu og vegna fræðslustjóra að láni, svo samanlögð fjárhæð styrkja fyrir febrúarmánuð verða talsvert hærri.
 
Þær umsóknir sem bárust voru vegna námskeiða af ýmsum toga, sbr. eftirfarandi lista:
 
ADR
Aukin ökuréttindi
Dale Carnegie
Endurmenntun atvinnubílstjóra
Fjölmenning
Íslenska
Lyftaranámskeið
Meðferð matvæla
Meirapróf
Menning og túlkaþjónusta
Samskipti
Skyndihjálp
Stjórnendafræðsla
Vinnuvélaréttindi
Þjónustunámskeið
Öryggisnámskeið
 
4 umsóknir bárust vegna fræðslustjóra að láni og eru allar til skoðunar en hafa ekki fengið afgreiðslu. Þá voru 5 umsóknir vegna eigin fræðslu og tvær umsóknir vegna túlkaþjónustu á námskeiðum, en Starfsafl veitir styrk þar sem slíkrar þjónustu er þörf, sbr. reglur þar um. Hér má lesa nánar um reglur vegna styrkja til fyrirtækja  Einnig er hægt að fá frekari upplýsingar á skrifstofu Starfsafls í síma 5107550 eða 5107551