Eigin fræðsla – námsgögn

Fyrirtæki geta sótt um styrki til að kosta eigin fræðslu sem fram fer innan fyrirtækjanna með eigin leiðbeinendum og innifelur sá styrkur jafnframt, ef við á, styrk vegna námskeiðsgagna að upphæð kr. 350,- fyrir hvern námsmann.  
 
Að gefnu tilefni er á það bent að fyrirtæki sem sækja um styrk vegna eigin fræðslu og þá námsgagna, þurfa að skila inn afriti af námsgögnum með öðrum uppgjörsgögnum.  Starfsafl áskilur sér ennfremur rétt til úttektar/heimsókna á meðan á námskeiði/-um stendur.
 
Hér má kynna sér nánar reglur Starfsafls um eigin fræðslu fyrirtækja.
 
Myndin er tekin á námskeiði sem styrkt er af Starsfafli og ekki í beinum tengslum við efni fréttarinnar.