Breytingar á reglum Starfsafls

Um leið og við óskum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir samfylgdina á liðnum árum þá bendum við á nýjar reglur sem tóku gildi um áramót.  

NÝTT: Sameiginlegur styrkur fyrirtækis og einstaklings.  Nú geta bæði fyrirtæki og félagsmaður nýtt sinn rétt vegna starfsmenntunnar starfsmanns,  sjá nánar hér

VIÐBÓT VIÐ ELDRI REGLU; Uppsafnaður réttur og skerðing.  Reglan hljómaði svo:  Félagsmenn sem ekki hafa nýtt sér rétt sinn síðustu þrjú ár eiga rétt á styrk allt að kr. 390.000, fyrir eitt samfellt námskeið samkvæmt nánari reglum sjóðsins   Við bætist; Uppsafnaður réttur skerðist ekki hafi félagsmaður fengið styrk undir kr. 30.000 á tíma uppsöfnunar. Sá styrkur kemur þó til frádráttar. 

BREYTING Á ELDRI REGLU; Félagsmenn með annað móðurmál en íslensku, eiga fullan rétt vegna íslenskunáms eftir mánaðar félagsaðild.  Fullur réttur er 90% af reikningi en þó aldrei meira en 130.000,-  sjá nánar hér

Fyrirtæki sem greiða iðgjöld af starfsfólki til Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, geta sótt um í sjóðinn. Hámark veittra styrkja á almanaksári er 3 milljónir króna. Sótt er um á www.attin.is

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected]. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér