27 fyrirtæki og 1005 einstaklingar í október

Það leikur enginn vafi á því að Starfafl er sterkur bakhjarl þeim fyrirtækjum sem fjárfesta í fræðslu og starfsmenntun síns starfsfólks. Sem dæmi má nefna að endurgreiðsla getur numið allt að 90% af reikningi þegar um hóp starfsfólks er að ræða og styrkur fyrir einstakling sem sækir nám sem greitt er af fyrirtæki getur numið allt að 300.000,- kr. Öll fyrirtæki, óháð stærð, eiga rétt á 4.000.000,- króna á ári. Það munar um minna.

Að því sögðu er áhugavert að skoða tölur októbermánaðar. 

Í október var heildarfjárhæð greiddra styrkja 35.6 milljónir króna og á bak við þær tölur 27 fyrirtæki og 1005 félagsmenn, þar af 415 félagsmenn sem nýttu rétt sinn til eintaklingsstyrks. Af þeim tölum má sjá það margfeldi sem felst í fræðslu sem greitt er fyrir af  fyrirtækjum. Sú fræðsla nær yfirleitt til stærri hóps og fyrir lægri fjárhæðir.

Styrkir til fyrirtækja

47 umsóknir bárust frá 27 fyrirtækjum og var lægsti styrkurinn kr. 6513,- og sá hæsti kr 937.969 ,-  Sex umsóknum var hafnað og tvær bíða enn afgreiðslu.  Samanlögð styrkfjárhæð til fyrirtækja var kr.6.310.758,- og á bak við þá tölu 590 félagsmenn.  

Samanlögð styrkfjárhæð til fyrirtækja var kr.6.310.758,- og á bak við þá tölu 590 félagsmenn.  

Námskeiðin sem sótt var um styrk vegna voru ansi fjölbreytt.  Ein umsókn var vegna sameiginlegs styrks fyrirtækis og félagsmanns, tvær umsóknir vegna stafræns fræðsluumhverfis, þrjár vegna fræðslusafns og ein vegna nýsköpunar- og þróunar.  Önnur námskeið voru samanber eftirfarandi upptalningu;

ADR námskeið
Aukin ökuréttindi
Bara tala – íslensku app
Eldvarnarnámskeið
Endurmenntun atv.
Frumnámskeið
Gæðastjórnun
Íslenska
Kranaréttindi
Leiðtoganámskeið
Markmiðasetning og velferð
Meindýravarnir
Öryggis- og brunavarnir
Öryggisfræðsla
Skyndihjálp
Sorpflokkun
Stafræn fræðsla (tölvumál)
Streitustjórnun
Þjónusta
Vinnuvélanám
Vinnuvélapróf

Styrkir til einstaklinga

Heildarfjárhæð greiddra styrkja til einstaklinga var kr. 29.329.309,- og á bak við þá tölu 415  félagsmenn. 

Efling kr. 18.842.313,-

VSFK kr. 6.592.865,-

Hlíf kr. 3.894.131,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér