Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar boðuðu til Menntamorguns ferðaþjónustunnar miðvikudaginn 25. maí síðastliðinn. Á fundinum var sjónum beint að þjálfun og fræðslu starfsfólks og þeirri spurningu svarað hvernig hún skapar ávinning fyrir fyrirtæki. Framkvæmdastjóri Starfsafls, Lísbet Einarsdóttir, var meðal mælenda á dagskrá fyrir hönd Áttarinnar, vefgáttar sjóða, og flutti hún erindi undir yfirskriftinni, Fjármagn til fyrirtækja […]