Kynningarfundur um raunfærnimat fyrir pólska innflytjendur sem starfa í húsasmíði, málaraiðn eða sem matartæknar verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar kl. 18 hjá IÐUNNI fræðslusetri Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík. Túlkur verður á fundinum. Raunfærnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem þú hefur öðlast í starfi og er metið á móti námskrá í iðngrein. […]