Nýlega var undirritaður samstarfssamningur milli Samtaka ferðaþjónustunnar, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og VAKANS um auknar forvarnir og öryggi í ferðaþjónustu. Markmiðið með samningnum er að bæta námsframboð og þjálfun starfsmanna í afþreyingarferðaþjónustu á Íslandi með hliðsjón af þeim kröfum sem gerðar eru í VAKANUM – gæðakerfi ferðaþjónustunnar. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) höfðu frumkvæði að því að efla samstarf milli […]