Starfafl hefur gefið út nýja kynningarbæklinga, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Áhersla hefur verið lögð á stutta texta með hnitmiðuðum upplýsingum en vísað á vefsíðu sjóðsins fyrir frekari upplýsingar. Bæklinga má nálgast á skrifstofum stéttarfélaganna Eflingar, Hlífar og VSFK og á skrifstofu sjóðsins. Hér má nálgast bækling um einstaklingsstyrki (pdf) og fyrirtækjastyrki (pdf)