Í morgun héldu NordGreen verkefnið, sem Starfsafl stýrir, og Vistbyggðaráð sameiginlegan kynningarfund um verkefnið og vistvænar áherslur í hönnun mannvirkja, úti sem inni. NordGreen verkefnið er styrkt af Leonardo áætlun Evrópusambandsins og er samstarfsverkefni Norðurlandanna fimm. Verkefnið miðar að því að semja hæfniviðmið inn í evrópska viðmiðarammann (EQF), námskrá og kennslubók í skrúðgarðyrkju sem ætluð […]