142 milljónir á fyrri helmingi ársins

Þar sem árið er hálfnað þykir vel við hæfi að skoða tölur fyrir fyrstu sex mánuði ársins og skoða til samanburðar síðasta ár.  Heildarfjárhæð greiddra einstaklings- og fyrirtækjastyrkja fyrir það tímabil voru rúmlega 142 milljónir króna. Það er hærri fjárhæð en fyrir sama tímabil á síðasta ári en þá voru greiddar tæpar 132 milljónir króna.

Þetta gefur tilefni til bjartsýni og verður áhugavert að sjá hvernig árið þróast, nú þegar atvinnulífið er að ná fyrri takti. 

Ef litið er á tölur fyrir júní  þá voru greiddar 15.8 milljónir króna í styrki til einstaklinga og fyrirtækja. 

Styrkir til fyrirtækja

16 umsóknir bárust frá 10 fyrirtækjum, þar af eru tvær vegna fræðslustjóra að láni sem eru enn í vinnslu. Þegar sótt er um fræðslustjóra að láni fer af stað ferli sem er oftar en ekki með aðkomu fleiri sjóða og getur því afgreiðslan tekið einhverjar vikur, sjá hér. Það er hinsvegar ánægjulegt að sjá að mörg fyrirtæki eru að horfa fram á veginn og fá því fræðslustjóra að láni til að aðstoða við þarfagreiningu og gerð fræðsluáætlunar. Aðrar umsóknir eru afgreiddar innan 5 virkra daga ef öll tilskilin gögn eru fyrir hendi. Þá voru 3 umsóknir vegna námsefnisgerðar, en fyrirtæki geta fengið allt að 4 styrki á ári til að gera sitt eigið stafræna námsefni, sjá hér.

Heildarfjárhæð afgreiddra styrkja til fyrirtækja var 2,6 milljónir króna. 

Styrkir til einstaklinga

Efling kr 9,783,475,-

VSFK kr. 2,720,461,-

Hlíf kr.678,230,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér