Ölgerðin styrkt vegna námsefnisgerðar

Í síðasta mánuði var Ölgerðinni veittir 3 styrkir til að standa straum af kostnaði vegna stafrænnar námsefnisgerðar.

Um var að ræða þrjú stafræn námskeið ætluð starfsfólki en það hefur svo sannarlega færst í vöxt að fyrirtæki nýta sér tæknina til að koma fræðslu á framfæri og láta útbúa sérsniðið námsefni.

Ölgerðin er eitt af þeim fyrirtækjum sem nýtir vel þann rétt sem það hefur hjá sjóðnum og sækir  reglulega um styrki vegna fræðslu starfsfólks enda starfar þar fjöldi félagsmanna Eflingar, sem er eitt af þeim félögum sem að sjóðnum standa, sjá hér.

 Á vefsíðu fyrirtækisins segir eftirfarandi um Ölgerðina sem vinnustað:

“Ölgerðin er fjölbreyttur en fyrst og fremst skemmtilegur vinnustaður. Hjá okkur starfar fólk með fjölbreyttan bakgrunn og fagmenntun, má þar meðal annars nefna bakara, þjóna, matreiðslumenn, snyrtifræðinga, meiraprófsbílstjóra, viðskiptafræðinga, verkfræðinga, sálfræðinga, lífeindafræðinga, matvælafræðinga, stjórnmálafræðinga, leikara, plötusnúða og bruggmeistara.  Ölgerðin er yfir 100 ára og býr yfir langri og farsælli sögu. Við leggjum mikið upp úr því að leyfa starfsfólki okkar að vaxa í starfi enda breytist umhverfið hratt og við þurfum að búa yfir ákveðinni aðlögunarhæfni sem gerir vinnustaðinn spennandi,,

Þau fyrirtæki sem útbúa eigið stafrænt námsefni fyrir stafrænt námsumhverfi geta sótt sérstaklega um styrk til sjóðsins en veittur er allt að kr. 200.000 styrkur vegna eigin námsefnisgerðar. Hámarksfjöldi styrkja eru fjórir á almannaksári

Forsendur og fylgigögn með umsókn vegna starfrænnar námsefnisgerðar:

Stafrænt námsumhverfi þarf að vera til staðar hjá fyrirtækinu
Nákvæm lýsing á námskeiði, handrit eða afrit af námskeiði
Upplýsingar um markhóp námskeiðsins
Tímafjöldi námsefnisgerðar
Reikningur og staðfesting á greiðslu
Önnur gögn í samráði við sjóðinn

Til viðbótar gilda skilyrði umsókna og þau gögn sem þurfa að fylgja

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér