Fræðslustjóri að láni fyrir þitt fyrirtæki?

Fræðslustjóri að láni er góð leið fyrir fyrirtæki til að koma fræðslu- og starfsmenntamálum í farveg, fá aðra sýn á fræðslustefnu fyrirtækisins, velta við steinum og horfa til framtíðar en aldrei fyrr hefur verið jafn mikilvægt að undirbúa starfsfólk fyrir verkefni morgundagsins. Fjöldi fyrirtækja hefur farið þá leið að fá Fræðslustjóra að láni og þannig fjárfest í þeim mannauð sem hjá fyrirtækinu starfar.

Vinna þess ráðgjafi sem fer í hlutverk Fræðslustjóra að láni er fyrirtækjum að kostnaðarlausu, að undanskildum þeim tíma sem felst í framlögðum tíma starfsfólks sem tekur þátt hverju sinni.

Hlutverk ráðgjafans er að greina með markvissum hætti fræðsluþarfir fyrirtækisins, samhliða stefnu þess, og draga upp fræðsluáætlun sem tekur til allra starfsmannahópa innan fyrirtækisins. Það gerir hann með völdu starfsfólki og stjórnendum í rýnihópum. 

Ferlið er einfalt og í stuttu máli samkvæmt eftirfarandi:

Fyrirtæki sækir um á www.attin.is en með umsókn þarf að fylgja geinagerð eða rökstuðningur með umsókn og starfsmannalisti í excell skjali. Sá sjóður sem á flesta starfsmenn leiðir verkefnið og verður í sambandi við fyrirtækið.  

Rökstuðningur þarf að innihalda eftirfarandi;

1. Af hverju er óskað eftir því að fara af stað með verkefnið og hverju vill fyrirtækið að það skili?
2. Er vilji og samþykki æðstu stjórnenda fyrir hendi að fara af stað með verkefnið?
4. Er stefna og framtíðarsýn fyrirtækis ljós?
5. Er fyrirliggjandi stefna í fræðslumálum?
6. Er svigrúm fyrir fræðslu innan fyrirtækisins ? Í því felst að skoða hvernig hefur gengið að innleiða fræðslu til þessa, þar með talið að finna tíma fyrir fræðslu innan vinnutímans, tryggja fræðslu allra starfshópa og fjármagn til fræðslu.

Þau skref sem á eftir fylgja eru eftirfarandi:

1. Leiðandi sjóður áætlar tímafjölda sem þarf í verkefnið
2. Hafa samband við hlutaðeigandi sjóði varðandi samþykki á þátttöku
3. Undirbúa samning
4. Samningur sendur til undirritunar í Signet
5. Verkefni fer formlega í hendur ráðgjafa sem framkvæmir þarfagreininguna þegar allir hafa undirritað samning

Þegar allt ofangreint er klárt og frágengið þá hefst sjálf vinnan og sjóðirnir halda sig til hlés þar til að drög að fræðsluáætlun liggja fyrir þar sem ráðgjafi boðar til fundar. Á þann fund koma fulltrúar sjóðanna aðkomu eiga að verkefninu. Ráðgjafi skilar skýrslu í lok verkefnis sem sjóðirnir fá afrit af. Fullur trúnaður og þagnarskylda gildir á verktíma og einnig eftir lok samnings.

Fræðslustjóri að láni hentar öllum fyrirtækjum með fleiri en 15 starfsmenn, í öllum greinum atvinnulífsins, sem vilja fjárfesta í sínum mannauð og þannig styrkja stöðu sína.  

Samstarfsaðilar Starfsafls í þessu verkefni eru 7 aðrir starfsmenntasjóðir,  sjá nánar á sameiginlegri vefgátt starfsmenntasjóðanna www.attin.is

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér