Hvað er styrkt og hvað ekki- smáa letrið

Starfsafl styrkir að öllu jöfnu fyrirtæki um 90% af kostnaði fyrir sína félagsmenn* vegna starfstengdrar fræðslu og náms. Ef fyrirtæki er ekki í Samtökum atvinnulífsins þá er styrkurinn 90% af 90%.
 
Það er hinsvegar ekki svo að allt falli undir starfstengda fræðslu og nám. Það skiptir því máli að kynna sér reglurnar vel en þær má sjá nánar  hér og svo þessa upptalningu sem er hér fyrir neðan.

Hvað er styrkt:

  • Starfstengd fræðsla sem fram fer fyrir hóp starfsfólks eða einstakling
  • Starfstengd fræðsla  sem fram fer á íslenskum vefsíðum 
  • Túlkaþjónusta á starfstengdu námskeiði fyrir hóp starfsfólks á vinnustað þar sem greitt er fyrir hvorutveggja 
  • Íslenskunám, sjá hér
  • Nám í fegrunarfræðum, sjá  hér 
  • Nám tekið erlendis, sjá hér
  • Prófa- og skírteinisgjöld sem órjúfanlegur hluti af námi /námslokum
  • Starfstengd markþjálfun sem nemur að hámarki 12 tímum innan almanaksárs.  Með umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um markþjálfann en skilyrt er að markþjálfinn hafi lokið námi í markþjálfun frá viðurkenndum skóla.  Þá verður fjöldi tíma að koma fram á reikningi. 
  • Raunfærnimat á móti námskrá 
  • Raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins / fagbréf atvinnulífsins þar sem gjald er samkvæmt verðskrá Fræðslusjóðs og skilyrt er að uppfylli hæfni- og gæðakröfur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Styrkur er ekki greiddur út fyrr en þátttakandi hefur að fullu lokið matinu auk starfsþjálfunnar og fagbréf fylgi með umsókn.  Styrkur er 90% af gjaldi samkvæmt verðskrá Fræðslusjóðs. 
  • Náms-og starfsráðgjöf sem greidd eru fyrir starfsfólk sem stendur utan framhaldsfræðslunnar og framkvæmd er af símenntunarmiðstöð 

Hvað er ekki styrkt:

  • Akstur fræðsluaðila
  • Enskumat
  • Flug, hótel eða annað uppihald fræðsluaðila / leiðbeinanda
  • Fræðsla  sem fer fram á erlendum vefsíðum, að undanskildu háskólanámi hjá viðurkenndum háskólum.
  • Gjald eða kostnaður sem til fellur vegna innleiðingar eða utanumhalds fræðslu
  • Ráðgjöf eða handleiðsla 
  • Ríkisborgarapróf
  • Sýnatökur, kannanir, rannsóknir og þarfagreiningar
  • Túlkaþjónusta fyrir einstaklinga (t.d. í prófum eða á starfstengdum námskeiðum utan vinnustaðar)
  • Veitingar á námskeiðum

Um Starfsafl:

Öll fyrirtæki sem greiða iðgjöld af starfsfólki til Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, geta sótt um í sjóðinn.  Sótt er um á www.attin.is

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 5181850 eða með tölvupósti á [email protected]  Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.