Vorfiðringur í umsóknum marsmánaðar

Vorið er á næsta leyti og aðeins er farið að bera á því að fyrirtæki séu að undirbúa það að taka á móti sumarstarfsfólki, oftar en ekki ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Oft vantar upp á reynslu og hæfni og þá er ánægjulegt að segja frá því að fjöldi fyrirtækja sér hag í þvi að greiða fyrir sitt sumarstarfsfólk allskonar vinnuvélanám sem veitir réttindi sem þeir einstaklingar taka með sér áfram og geta nýtt í framtíðarstörfum.  Hægt er að sækja um fullan styrk vegna fræðslu sumar- og hlutastarfsfólks um leið og fyrstu laun hafa verið greidd og hægt er að sýna fram á að iðgjöld hafa skilað sér til hlutaðeigandi stéttafélags. 

Hægt er að sækja um fullan styrk vegna fræðslu sumar- og hlutastarfsfólks um leið og fyrstu laun hafa verið greidd og hægt er að sýna fram á að iðgjöld hafa skilað sér til hlutaðeigandi stéttafélags. 

Fyrirtæki og einstaklingar

Styrkir til fyrirtækja og einstaklinga í mars voru rétt undir 42 milljónum  króna og á bak við þær tölur 1212 einstaklingar.  Segja má að það hafi verið vorfiðringur í umsóknum marsmánaðar.

Styrkir til fyrirtækja og einstaklinga í mars var rétt undir 42 milljónum króna og á bak við þær tölur 1212 einstaklingar. 

Styrkir til fyrirtækja

Í mars bárust sjóðnum 50 umsóknir frá 26 fyrirtækjum og það er vel yfir meðallagi.  Fjórum umsóknum var hafnað þar sem tilskylin gögn skiluðu sér ekki þrátt fyrir ítrekanir og tvær umsóknir bíða afgreiðslu þar sem tilskylin gögn vantar.  Oftast er þar um að ræða yfirlit yfir skil á starfsmenntaiðgjaldi vegna félagsfólks Eflingar, en það er algjört skilyrði að það fylgi með umsókn þar sem ekki er hægt að sannreyna félagsaðild með öðrum hætti, sjá nánar hér

Á bak við styrki til fyrirtækja voru 608 félagsmenn.

Í umsóknum mánaðarins var m.a. að finna umsókn vegna vinnuskóla Akademías, fræðsluumhverfa sbr. LearnCove og Avia og fjölda annarra starfstengdra námsskeiða:

Endurmenntun atvinnubílstjóra
Flugvernd og öryggisvitund
Fræðslusafn – vinnuskóli Akademías
Frumnámskeið enska
Gæðastjórnun
Grunnnámskeið í fiskvinnslu
Grunnnámskeið vinnuvéla
Íslenska
Liðsheild
Lyftarapróf
Markaðsráðstefna
Meindýravarnir – meðferð efna
Öryggisfræðsla
Ráðningar og mótttaka nýliða
Samskipti / sjálfstyrking
Skyndihjálp
Snyrtinámskeið
SSG Öryggisnámskeið
Stafrænt fræðsluumhverfi
Þjónusta
Þrif
Vinnuerndarnámskeið
Vinnuvélanámskeið
Vinnuvélapróf

Styrkir til einstaklinga

Samanlögð styrkfjárhæð til einstaklinga var rétt rúmar 32 milljónir og á bak við þá fjárhæð 527 einstaklingar.  Fjárhæðin skiptist sem hér segir:

Efling kr. 24.029.204,-

VSFK kr. 5.306.121,-

Hlíf kr. 2.749.937,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 5181850 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér