Má bjóða þér aðstoð við fræðslumálin?
Nú eru flestir ef ekki allir rekstraraðilar komnir aftur til vinnu eftir sumarfrí og farnir að huga að fræðslu fyrir sitt starfsfólk. Einhver fyrirtæki hafa að skipa mannauðs- eða fræðslustjóra sem er sérstaklega menntaður í þeim fræðum en í flestum tilfellum er ekki svo. Þá er gott að geta leitað sér aðstoðar, fyrirtækinu að kostnaðarlausu.
Viltu aðstoð ?
Hér hjá Starfsafli er hægt að fá aðstoð við eftirfarandi:
- skoða mögulegar leiðir í fræðslu starfsfólks
- kynningu á möguleikum eigin fræðslu,stafrænni fræðslu og staðbundinni fræðslu
- fá upplýsingar um námskeið og fræðsluaðila
- skipuleggja eitt námskeið eða jafnvel setja upp einfalda fræðsluáætlun
- fá upplýsingar um styrki (hvað er styrkhæft og möguleg endurgreiðsla)
- fá fræðslu, ráðgjöf og stuðning
Þessi þjónusta er gjaldfrjáls öllum þeim sem eru með starfsfólk í þeim félögum sem standa að Starfsafli*
Það er einfalt mál að að hafa samband. Við mælum með því að bókaður sé tími með því að senda tölvupóst á [email protected] og við finnum tíma fyrir spjall, annaðhvort símleiðis í síma 5181850 eða með góðu kaffispjalli á skrifstofu Starfsafls. Einnig getum við bent á ráðgjafa sem starfa með sjóðnum undir merkjum Fræðslustjóra að láni en sú þjónusta er jafnframt gjaldfrjáls.
Myndin með fréttinni er fengin hér
* Öll fyrirtæki sem greiða iðgjöld af starfsfólki til Eflingar, VSFK eða Hlífar, geta sótt um í sjóðinn. Hámark veittra styrkja á almanaksári er 3 milljónir króna