Vegna náms í fegrunarfræðum

Vegna náms í í fegrunarfræðum ýmisskonar sem ekki teljast til löggildra iðngreina gildir eftirfarandi:

Nám sem tekið er á Íslandi

Nám í hverskonar fegrunarfræðum sem tekið er hérlendis og telst ekki til löggildra iðngreina þarf að falla að viðmiðum sjóðsins um starfstengt nám og vera tekið hjá skólum með starfsleyfi til að falla undir starfsmenntastyrki.  Athugið að vörupakkar og annað námsefni sem innifalið er í námskeiðsgjaldi, er ekki styrkt.  Því er aðeins tekið við reikningum sem sýna sundurliðun á kostnaði.   

Sé námið tekið hjá skólum sem ekki eru með starfsleyfi er aðeins hægt að sækja um lífsleiknistyrk. Styrkur vegna lífsleikni er kr. 30.000,- en þó aldrei meira en 90% af reikningi. 

Nám sem tekið er erlendis

Allt nám í fegrunarfræðum sem tekið er erlendis mun frá áramótum falla undir lífsleikni. Styrkur vegna lífsleikni er kr. 30.000,- en þó aldrei meira en 90% af reikningi. 

 Skilgreiningar  á fegrunarfræðum

Hér er notast við orðið fegrunarfræði þar sem orðið snyrtifræði nær yfir löggilda iðngrein.  Þessi regla sem er hér rætt um nær því yfir allt annað nám sem telst til fegrunarfræða en hefur ekki hlotið löggildingu hér á landi, samanber eftirfarandi upptalningu:

  1. Förðun
  2. Naglalist, þ.m.t. ásetning gervinagla
  3. Augnaháraásetningar, augnaháralengingar
  4. Varanleg förðun á augabrúnir

*Athugið að listann er mögulega ekki tæmandi.

Skólar sem kenna fegrunarfræði þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði svo það nám sem þeir bjóða sé styrkt sem starfsnám

  • Hafa starfsleyfi og texta sem tiltekur það sýnilegan á vefsíðu og geta framvísað skírteini sé þess óskað.
  • Hafa alla reikninga sundurliðaða þar sem  skýrt kemur fram kostnaður vegna náms og varnings.
  • Uppfylla skilyrði sjóðsins um starfsnám,
  • Veita nemanda diplómu / viðurkenningarskjal í lok náms.

 Vegna styrkja til fyrirtækja

Reglan mun ennfremur ná til fyrirtækjastyrkja, þ.e. aðeins nám sem tekið er hérlendis hjá skólum með starfsleyfi  verður styrkt sem starfsmennt.