Umsókn hafnað ef tilskylin gögn vantar
Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að umsóknum verður hafnað ef þau gögn sem gerð er krafa um, fylgja ekki með. Það á við um öll gögn gögn en sérstaklega hefur borið á því að með umsóknum vantar yfirlit yfir greidd iðgöld vegna félagsfólks Eflingar. Það hefur tafið fyrir afgreiðslu umsókna og er svo komið að ekki verður lengur við unað.
Frá mars 2023 hefur verið gerð krafa um að umsóknum til Starfsafls fylgi yfirlit yfir greidd iðgjöld vegna félagsfólks Eflingar
Frá mars 2023 hefur verið gerð krafa um að umsóknum til Starfsafls fylgi yfirlit yfir greidd iðgjöld vegna félagsfólks Eflingar, sjá nánar hér
Í umsóknarferlinu kemur þetta skýrt fram og mikilvægt er að umsækjendur kynni sér þau fylgigögn sem krafist er, þ.m.t. þetta yfirlit. Umrædd gögn eru nauðsynleg svo hægt sé að afgreiða umsókn og veita styrk samkvæmt reglum sjóðsins en yfirlitið nýtir starfsfólk sjóðsins til að staðfesta rétta félagsaðild. Yfirlitið er sótt með einföldum hætti í launabókhald fyrirtækisins og þarf að innihalda nöfn og kennitölur þátttakenda þess námskeið sem sótt er um styrk fyrir. Athugið að aðeins eru gild yfirlit þar sem skýrt kemur fram í hausi yfirlits að viðtakandi er Efling. Yfirlit þar sem Gildi er viðtakandi eru ekki gild.
Litið er svo á að aðlögunartími hafi verið nægur og því verður frá og með 1.júlí umsóknum hafnað ef tilgreind fylgigögn fylgja ekki með
Litið er svo á að aðlögunartími hafi verið nægur og því verður frá og með 1. júlí umsóknum hafnað ef öll tilgreind fylgigögn fylgja ekki með. Umsækjendur sem fá höfnun vegna þess að gögn vantar eru þó hvattir til að sækja um að nýju, að því gefnu að öll nauðsynleg gögn fylgi með umsókn.
Við viljum einnig minna á að reglur og verklag geta verið breytileg á milli fræðslusjóða og að oft er þörf á viðbótargögnum, til dæmis þegar sótt er um vegna aðgangs að vinnustaðaskóla Akademías, að BARA TALA eða vegna gerðar fræðslumyndbanda. Það er því afar mikilvægt að kynna sér vel reglur og kröfur hvers sjóðs fyrir sig til að tryggja skilvirka og hnökralausa afgreiðslu umsókna.
Þau gögn sem þarf með umsókn eru án undantekninga samanber eftirfarandi:
1. Upplýsingar um fræðsluna (stutta samantekt á efnisþáttum eða lýsingu á nám, slóð á vefsíðu).
2. Reikningur á kennitölu fyrirtækis, þar sem sundurliðun kostnaðarþátta er skýr. Hér er undantekning vegna sameiginlegs styrks félagsmanns og fyrirtækis. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.
3. Staðfesting á greiðslu, þ.e. bankakvittun úr íslenskum banka sem staðfestir greiðslu í íslenskum krónum.
4. Listi yfir þátttakendur, nöfn, kennitölur og stéttarfélagsaðild (gott að hafa í excel skjali)
5. Yfirlit yfir skil á starfsmenntaiðgjaldi vegna þess starfsfólks sem telst til félagsmanna Eflingar, sjá nánar hér
Athugið að umsókn þar sem fylgigögn eru vegna margra námskeiða, í óreiðu og erfitt að lesa gögnin saman að mati sjóðsins er hafnað. Þess er einnig óskað að hver umsókn sé aðeins vegna eins námskeið og þá með tilheyrandi fylgigögnum.