Starfsafl styrkir markþjálfun
Markþjálfun er aðferðafræði sem miðar að því að hjálpa einstaklingum við að finna sín markmið, finna sína styrkleika og nýta þá til að ná sínum markmiðum.
Markþjálfun er beitt á viðfangsefni tengd bæði vinnu og einkalífi en Starfsafl styrkir þá markþjálfun sem telst starfstengd og er einkum hugsuð fyrir stjórnendur enda góð leið til að efla þá í starfi.
Þau fyrirtæki sem greiða starfstengda markþjálfun fyrir sína stjórnendur geta sótt um styrk til Starfsafls fyrir allt að 12 tímum innan almanaksárs. Á reikningi verður að koma fram að þjálfunin sé starfstengd, fjöldi tíma og staðfesting á ACC vottun markþjálfa.
Hér má lesa nánar um markþjálfa og finna lista yfir vottaða markþjálfa