Nánar um styrki vegna náms einstaklinga

Eftirfarandi telst styrkhæft:

  • Það nám eða námskeið sem telst til starfsmenntunar
  • Skólagjöld í framhaldsskóla, þ.m.t. efniskostnaður sem telst til hluta skólagjalda en undanskilin eru öll gjöld sem teljast valfrjáls, s.s. skóla- og nemendafélagsgjöld
  • Prófa- og skírteinisgjöld sem órjúfanlegur hluti af námi /námslokum
  • Starfstengd markþjálfun sem nemur að hámarki 12 tímum innan almanaksárs. Á reikningi verður að koma fram að þjálfunin sé starfstengd, fjöldi tíma og staðfesting á ACC vottun markþjálfa
  • Raunfærnimat 

Athugið að sjóðnum er ekki ætlað að styrkja líkamsrækt eða námskeið sem hafa það að markmiði að vinna með heilsubrest einstaklinga. Nám, námskeið eða markþjálfun sem eru hluti af meðferðarúrræðum vegna heilsubrests eru því ekki styrkt sérstaklega af starfsmenntasjóðnum.

Athugið að reikningur þarf alltaf að vera á kennitölu fyrirtækis, ætli fyrirtækið að sæka um styrk vegna náms starfsmanns.