Menntun og mannauður

Með haustinu hefst vetrarstarfið og nú þriðja veturinn í röð hefst fundaröðin Menntun og mannauður en þar er um að ræða fundaröð sem tekur á því sem hæst ber hverju sinni í starfsmenntamálum innan atvinnulífsins. Að baki fundaröðinni sem mun standa til vors 2017 standa Samtök Atvinnulífsins og aðildarsamtök þeirra.

menntun
Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins, sem að hluta til eru í eigu Samtaka atvinnulífsins, hafa tekið þátt í fundaröðinni, sé þess óskað og svo er að þessu sinni sbr. dagskrá. Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar, fjallar um það sem er efst á baugi hjá Landsmennt. Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá SVS, starfsmenntasjóði verslunar-og skrifstofufólks og Sólveig Snæbjörnsdóttir fagstjóri hjá SVS fjalla um hvað ber hæst hjá SVS og að síðustu  mun Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar – fræðsluseturs iðnaðarins, fjalla um nýjungar hjá Iðunni.
Fundirnir fara fram í salnum Kviku í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík, þriðja þriðjudag í mánuði.  Fyrsti fundurinn verður haldinn  þriðjudaginn 20 september nk. og eru allir velkomnir en mikilvægt er að skrá þátttöku á vef SA.