Síldarvinnslan fær Fræðslustjóra að láni

Gerður hefur verið samningur við Síldarvinnsluna á Neskaupstað um verkefnið Fræðslustjóri að láni.  Verkefnið er áætlað 120 klukkustundir og koma fjórir starfsmenntasjóðir þar að, þar á meðal Starfsafl.
Síldarvinnslan hf. er í dag eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemin á yfir 50 ára reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er það stærsta á Íslandi í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á Íslandi.
11343782014_cea31a6121_h
Í Starfsmannastefnu fyrirtækisins kemur fram hver viðhorf Síldarvinnslunnar hf. um væntingar og kröfur sem stjórnendur og starfsmenn gera hverjir til annarra eru.  Þar kemur ennfremur fram hversu mikilvægt það er fyrir fyrirtækið að hafa á að skipa hæfu og áhugasömu starfsfólki og er Fræðslustjóri að láni klárlega verkfæri sem nýtist vel fyrirtækjum sem líta svo á og leita leiða til að ná sínum markmiðum.
Starfsafl fagnar því að svo öflugt fyrirtækis skuli vera komið í hóp þeirra fyrirtækja sem nýta sér verkefnið Fræðslustjóri að láni.