Hæfni og arðsemi

Í morgun var kynnt skýrsla sem inniheldur tillögur verkefnahóps sem starfað hefur síðustu mánuði í samvinnu við stjórnstöð ferðamála.  Markmið verkefnahópsins var að greina þarfir fyrir heildstæðar úrbætur sem styðja við hæfni, gæði, fagmennsku og þekkingu innan ferðaþjónustunnar og þá vinna að skilvirkum leiðum til úrbóta.

Guðfinna Bjarnadóttir kynnti skýrsluna og sagði hún m.a. að samkvæmt kanadískri rannsókn væru bein tengls á milli hæfni og arðsemi og máli sínu til stuðnings sagði hún að ef fyrirtæki  missir góðan starfsmann þá tapar fyrirtækið sem samsvarar 4-6 mánuðum af launum “út um glugann” og ef fyrirtæki missir hæfan stjórnanda þá samsvari þá árslaunum.  Það er því mikilvægt fyrir fyrirtæki að hlúa vel að sínum mannauð.

Starfsafl hefur verið öflugur bakhjarl þegar kemur að fjármögnun fræðslu og eru fyrirtæki í ferðaþjónustu sífellt að sækja meira til sjóðsins enda mikil vakning um mikilvægi fræðslu og símenntunar innan greinarinnar og mikilvægi þess í heildarmyndinni, þ.e. bein tengsl eru á milli hæfni og arðsemi.  Þá hafa fyrirtæki innan ferðaþjónustunnar sótt í auknum mæli í verkefnið Fræðslustjóri að láni en þar er um að ræða samstarfsverkefni starfsmenntasjóðanna.  Starfafl hvetur fyrirtæki sem hafa áhuga eða óska frekari upplýsinga til að hafa samband við skrifstofu sjóðsins.

stjórnstöðn