Kostnaður fyrirtækis 330 kr. á hvern þátttakanda
Þá er þriðji mánuður ársins hafinn og tímabært að draga saman helstu tölur febrúarmánaðar.
Styrkir í febrúar
Heildarfjárhæð greiddra styrkja í febrúar var rúmar tuttugu og fimm milljónir króna og þar af rúmlega ein milljón króna í styrki til fyrirtækja.
Styrkir til fyrirtækja
17 umsóknir frá 12 fyrirtækjum voru afgreiddir í mánuðinum, 15 vegna námskeiða og 2 vegna áskriftar að stafrænu námsumhverfi, sjá reglu hér.
Heildarfjárhæð greiddra styrkja var rétt um ein milljón króna og náði sú styrkfjárhæð til 326 félagsmanna. Það er flott ávöxtun en fyrirtæki sem greiða námskeið fyrir sitt starfsfólk uppskera ríkulega. Þá er hverri krónu vel varið þegar keypt eru námskeið inn í fyrirtækin fyrir hóp starfsmanna en samkvæmt tölum febrúarmánaðar þá var kostnaður á hvern starfsmann um það bil* kr.3630,- og þar af veitt styrkfjárhæð frá Starfsafli kr. 3300,- á hvern þátttakanda. Útlagður kostnaður fyrirtækis var því aðeins kr. 330,- á hvern þátttakanda námskeiðs.
Námskeiðin voru margvísleg:
Einelti og áreitni
Endurmenntun atvinnubílstjóra
Fiskvinnslunámskeið
Frumnámskeið
Hugbúnaðarkennsla
Lean
Meirapróf
Samskipti
Öryggisnámskeið
Ef fyrirtæki er ekki í Samtökum atvinnulífsins þá er styrkurinn örlítið lægri eða 90% af reiknaðri styrkfjárhæð sem veitt er fyrirækjum í aðild
Styrkir til einstaklinga.
Styrkir til einstaklinga í krónum talið voru sem hér segir:
Efling kr.15.984.497
VSFK kr.6.300.631,-
Hlíf kr.2.337.400,-
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
Myndin með fréttinni er fengin hér