Það er alltaf ánægjulegt að taka á móti umsóknum frá fyrirtækjum og svara þeim ótal fyrirspurnum sem berast frá þeim sem stýra mannauðs- og fræðslumálum innan fyrirtækja og eru að leita leiða til að hlúa að og efla sinn mannauð þar sem því verður við komið. Júnímánuður var þar engin undantekning.
Í júní var samanlögð styrkfjárhæð til fyrirtækja og einstaklinga rétt um 31.2 milljónir króna sem er nokkuð sambærilegt við fyrri ár.
Í júní var samanlögð styrkfjárhæð til fyrirtækja og einstaklinga rétt um 31.2 milljónir króna sem er nokkuð sambærilegt við fyrri ár.
Styrkir til fyrirtækja
Í júní bárust 36 umsóknir frá 29 fyrirtækjum og heildarfjárhæð greiddra styrkja var tæplega 8 milljónir króna. Á bak við þessar tölur eru 548 einstaklingar. Þremur umsóknum var hafnað.
Af þeim umsóknum sem voru samþykktar voru 6 umsóknir vegna fræðslusafna á stafrænu formi, 3 vegna stafrænnar íslenskukenslu og þá Bara tala íslenskuappsins og ein vegna stafrænnar fræðsluefnisgerðar en fyrirtæki getur sótt um 4 slíka styrki á ári, sjá nánar hér Aðrir styrkir voru vegna íslenskukennslu, gæðastjórnunar, sjálfseflingar og sjálfsstyrkingar, stjórnendaþjálfunar, fiskvinnslunámskeiða og meiraprófs, svo tæpt sé á því helsta.
Þau fyrirtæki sem nýttu sér rétt sinn og lögðu inn umsókn í mánuðinum voru sem hér segir:
Advanía
Algalíf Iceland ehf
Apótek hótelrekstur ehf
AÞ- Þrif
Bílaumboðið Askja
Blue Car rental
Borg hótelrekstur ehf
Dagar
Fosshótel Reykjavík
Freyja ehf
HL Adventure
Hótel Keflavík
Iceland hotel collection Berjaya
Icelandair ehf
Indín ehf
Innnes
Joe Ísland ehf
Matfugl
Newrest Ísland
Nói Síríus
Ölgerðin
Rafholt ehf
Sand H. Operation
Skinney Þinganes
Skuggi hótelrekstur
Sómi ehf
Storm hótlrekstur ehf
Terra umhverfisþjónusta
Wasteland ehf
Styrkir til einstaklinga
Styrkir til einstaklinga í gegnum hlutaðeigandi stéttafélög voru 23.2 milljónir króna.
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 5181850 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
Myndin með fréttinni er fengin hér