Hvaða gögn þurfa að fylgja með umsókn?
Með hverri umsókn frá fyrirtæki þarf ákveðin gögn auk þess sem skila þarf inn yfirliti yfir greiðslu starfsmenntaiðgjalds þar sem félagsmenn Eflingar eru meðal þátttakenda. Ef eitthvað af gögnum vantar er umsókn merkt þannig að gögn vanti og þá hafnað ef gögnin skila sér ekki innan 5 virkra daga.
Ef eitthvað af gögnum vantar er umsókn merkt þannig að gögn vanti og þá hafnað ef gögnin skila sér ekki innan 5 virkra daga.
Það er því mikill tímasparnaður að vanda vel til verka og skila inn öllum þeim gögnum sem óskað er eftir. Það einfaldar mjög ferlið fyrir alla hlutaðeigandi.
Á vefsíðu Starfsafls er að finna allar þær upplýsingar sem þarf og þá er alltaf velkomið að senda inn fyrirspurn eða leita aðstoðar á skrifstofu Starfsafls.
Þau gögn sem þarf með umsókn eru án undantekninga samanber eftirfarandi:
- Upplýsingar um fræðsluna (stutta samantekt á efnisþáttum eða lýsingu á nám, slóð á vefsíðu), sjá hvað er styrkt hér
- Reikningur á kennitölu fyrirtækis, þar sem sundurliðun kostnaðarþátta er skýr (ef ekki þá þarf að fylgja með skýring, svo sem ef einhver ferðakostnaður er inn í heildartölu eða annað sem ekki er styrkt). Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.
- Staðfesting á greiðslu (kvittun úr heimabanka).
- Listi yfir þátttakendur, nöfn, kennitölur og stéttarfélagsaðild (gott að hafa í excel skjali)
- Yfirlit yfir skil á starfsmenntaiðgjaldi vegna þess starfsfólks sem telst til félagsmanna Eflingar (sjá mynd hér fyrir neðan). Yfilritið er sótt á launagreiðendavef Gildis, sjá hér Á yfirlitinu þarf að koma fram að greitt sé til Starfsafls í þeim mánuði sem nám/ námskeið fer fram eða reikningur er gefinn út. Athugið að vottorð um skil á iðgjöldum dugar ekki nema allt starfsfólk hafi sótt námið/ námskeiðið eða um er að ræða kaup á áskrift fyrir stafrænt námsumhverfi.
Velkomið er að senda póst á [email protected] eða hringja í síma 5181850 ef frekari upplýsinga er óskað.
Um Starfsafl:
Starfsafl fræðslusjóður er í eigu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.
Stykir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.