Fjöldi umsókna í þriðja mánuði ársins

Mars hefur runnið sitt skeið og margir á því að vorið sé svo gott sem komið.  Á vef Morgunblaðsins sagði að ljóst væri að Mars færi í sögu­bæk­urn­ar sem sá lang­kald­asti það sem af væri öld­inni í Reykja­vík. Sömu­leiðis hefði hann verið sá þurr­asti og sól­rík­asti.  Miklar andstæður þar.  Á skristofu Starfsafls var hvorki að finna átök né andstæður heldur gekk allt sinn vangagang fyrir utan þær breytingar sem gerðar voru á skilum á þeim gögnum sem fylgja umsóknum, sjá nánar hér.  

Umsóknir voru afgreiddar til einstaklinga og fyrirtækja og var samanlögð greidd styrkfjárhæð  í mars rétt undir 34 milljónum króna. 

Styrkir til fyrirtækja

Í mars báurst 35 umsóknir frá 24 fyrirtækjum úr öllum geirum atvinnulífsins; verktöku, ferðaþjónustu, iðnaði og matvælaframleiðslu, svo dæmi séu tekin. Ein umsókn var vegna Fræðslustjóra að láni og er hún komin í ferli en Landsmennt leiðir þá vinnu. Ráðgjafi í því verkefni er Eva Karen hjá Effect. Þá bíða þrjár umsóknir afgreiðslu þar sem gögn vantar.

6 umsóknum var hafnað þennan mánuðinn og voru ástæður margvíslegar, til að mynda vegna eftirfarandi;

  • hafnað þar sem enginn félagsmaður tilheyrði sjóðnum
  • hafnað þar sem um áskrift að vefgátt var að ræða
  • hafnað þar sem umsókn var endurtekin
  • hafnað þar sem um sameiginlegan styrk fyrirtækis og einstaklings var að ræða og starfsmaðurinn hætti áður en öll gögn skiluðu sér

Heildarfjárhæð afgreiddra styrkja var 2 milljónir króna og þá vantar inn í þá tölu þær umsóknir sem enn eru í ferli.

Styrkir til einstaklinga

Samanlögð styrkfjárhæð í febrúar til einstaklinga var 31.5 milljónir króna

Efling kr. 23.080.518,-

VSFK kr. 5.423.205,-

Hlíf kr. 2.951.830,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin er fengin hér