Breytt krafa um staðfestingu á greiðslu
Stjórn Starfsafls hefur gert breytingar á reglum sjóðsins og fylgigögnum samanber eftirfarandi:
Með öllum umsóknum þarf að fylgja staðfesting á greiðslu reiknings og eftir 14. nóvember þurfa allar greiðslukvittanir vegna reikninga sem gefnir eru út eftir þann dag, að vera úr íslenskum banka. Þegar greitt er fyrir nám eða námskeið með kreditkorti gildir að kortið þarf að vera útgefið af íslenskum banka.
Þau gögn sem þarf með umsókn fyrirtækja eru án undantekninga samanber eftirfarandi:
- Upplýsingar um fræðsluna (stutta samantekt á efnisþáttum eða lýsingu á nám, slóð á vefsíðu), sjá hvað er styrkt hér
- Reikningur á kennitölu fyrirtækis, þar sem sundurliðun kostnaðarþátta er skýr. Hér er undantekning vegna sameiginlegs styrks félagsmanns og fyrirtækis, sjá reglu hér að ofan. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.
- Staðfesting á greiðslu, þ.e. bankakvittun úr íslenskum banka sem staðfestir greiðslu í íslenskum krónum.
- Listi yfir þátttakendur, nöfn, kennitölur og stéttarfélagsaðild (gott að hafa í excel skjali)
- Yfirlit yfir skil á starfsmenntaiðgjaldi vegna þess starfsfólks sem telst til félagsmanna Eflingar. Yfilritið er sótt á launagreiðendavef Gildis, sjá hér Á yfirlitinu þarf að koma fram að greitt sé til Starfsafls í þeim mánuði sem nám/ námskeið fer fram eða reikningur er gefinn út. Athugið að vottorð um skil á iðgjöldum dugar ekki nema allt starfsfólk hafi sótt námið/ námskeiðið eða um er að ræða kaup á áskrift fyrir stafrænt námsumhverfi.
Ef eitthvað af gögnum vantar er umsókn merkt þannig að gögn vanti og þá hafnað ef gögnin skila sér ekki innan 5 virkra daga.
Þau gögn sem þarf að skila með umsókn einstaklinga eru án undantekninga samanber eftirfarandi:
- Frumriti reiknings sem er á nafni félagsmanns þar sem fram kemur nafn og kennitala og lýsing á námi eða námskeiði. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða
- Bankakvittun úr íslenskum banka sem staðfestir greiðslu í íslenskum krónum eða greiðslukvittun frá skóla þar sem það á við.
- Vegna umsóknar um styrk fyrir nám eða námskeið sem tekið er erlendis þarf að leggja fram frumrit reiknings á upprunalegu tungumáli og á ensku. Þá verður að vera sundurliðuð kostnaðarskipting, þar sem ekki er greitt fyrir ferðir, gistingu og uppihald. Brýnt er að allur texti sé skýr og skilmerkilegur. Sé þýðing ekki fyrir hendi fæst ekki greiddur styrkur.