Aukning í fjölda styrkja í maí

Fimmti mánuður ársins telur 31 dag og  hófst að venju á degi verkalýðsins en var óvenjulegur fyrir margra hluta sakir. Ber þar hæst samkomubannið með tilheyrandi áhrifum á atvinnulífið.    

Sé litið til umsókna þá  bárust sjóðnum alls  30 umsóknir frá 16 fyrirtækjum.  Í þeim hópi mátti sjá fyrirtæki sem aldrei hafa nýtt sér sjóðinn áður og það er alltaf ánægjulegt.

Styrkloforð þennan mánuðinn er 3.6 milljónir króna. 7 umsóknir eru í bið og hafa ekki verið afgreiddar þar sem tilskylin gögn hafa ekki borist en tekið er tillit til þeirra í styrkloforði. 

Heildarfjárhæð greiddra styrkja var rétt undir 3 milljónum króna og á bak við þá tölu eru 1135 kennslustundir og 806 félagsmenn. 

6 umsóknir voru vegna eigin fræðslu, 6 vegna íslenskunáms,  3 umsóknir vegna stafrænnar fræðslu, 5 vegna námskeiða fyrir atvinnubílstjóra og þær sem eftir standa voru  vegna frumnámskeiða, stjórnenda- og samskiptanámskeiða. 

Það er verulega áhugavert að sjá hversu mörg fyrirtæki eru að fjárfesta í fræðslu fyrir sitt starfsfólk á þessum skrítnu tímum en flestar umsóknirnar eru vegna námskeiða sem farið hafa fram síðastliðinar vikur.  Það er sannarlega aðdáunarvert.

Samanborið við maí 2019 þá eru aukning í fjölda umsókna en þær voru aðeins 21 í fyrra samanborið við 31 nú og fjárhæð greiddra styrkja var þá um 1.3 milljónir króna sem er töluvert lægri en styrkloforð þennan mánuðinn. 

Greiddar fjárhæðir vegna einstaklingsstyrkja í maí voru sem hér segir:

Efling kr. 9.003.741,-
VSFK kr. 3.803.940,-
Hlíf kr. 1.007.865,-

Samtals greiddir einstaklingsstyrkir voru kr. 13.815.546,-   

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband við skrifstofu Starfsafls. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér