Starfsafl styrkir þýðingu á lagmetishandbók

Stjórn Starfsafls hefur  samþykkt að veita styrk til þýðingar á lagmetishandbók sem ætlað er að auka aðgengi erlendra starfsmanna í lagmetisiðnaði að fræðsluefni sem styrkt getur stöðu þeirra og jafnframt aukið öryggi íslenskrar framleiðsluvara og þannig styrkt stöðu íslenskra framleiðslufyrirtækja í alþjóðlegri samkeppni.

Verkefnið mun einnig styrkja þekkingu erlendra starfsmanna sem sýsla með lagmetisvöru, t.d. starfsfólk í verslunum, veitingahúsum eða annars staðar þar sem unnið er með matvæli. Tekið hefur verið saman nokkuð ítarlegt efni um framleiðslu á lagmeti sem hefur verið aðgengilegt öllum á íslensku en nú þykir tímabært að færa efnið yfir á fleiri tungumál, pólsku og ensku.

Verkefnið verður unnið með þýðendum og í samstarfi við Matís, sem leggur til allt efni og myndir,annast umbrot, fjármál og verkefnastjórnun og Ora sem fer með yfirlestur og tengsl við iðnfyrirtæki auk kynningar á efninu.

Lagmetisvörur eru að mörgu leyti tæknilega flóknar vörur og þarf því góðan skilning á mikilvægi vinnsluþáttanna svo ekki skapist hætta fyrir neytendur. Til að ná þessu langa geymsluþoli lagmetisafurða má ekkert fara úrskeiðis en vinnsluferlið felur í sér mikilvægi þætti eins og lokun dósa, suðuna sjálfa, hitastig og tíma, gerilsneyðingu, rotvörn og kælingu þegar það á við. Það má ekki því gefa neinn afslátt í framleiðslu þessara afurða því lítil frávik geta haft mjög alvarlegar afleiðingar.

Hér má nálgast íslensku útgáfu lagmetishandbókarinnar á pdf formi.