9 milljónir greiddar til 20 fyrirtækja

Uppgjör vegna aprilmánaðar er óvenju hátt sé litið til fyrri ára og úr gögnum má lesa að fyrirtæki eru að senda inn umsóknir jafnt og þétt, en ekki liggja með greidda reikninga vegna námskeiða fram á síðustu stundu, heldur sækja féð aftur inn í reksturin í gegnum styrki sjóðsins.  Það er verklag sem er okkur að skapi svo við fögnum því.

Styrkir til fyrirtækja

Á fyrsta fjórðungi ársins hafa verið greiddar um 20. milljónir króna í styrki til fyrirtækja, þar af rétt undir 9 milljónum í apríl sem er óvenju hátt fyrir þann mánuð, í samnburði við fyrri ár.  Á bak við styrki mánaðarins eru 1335 starfsmenn tuttugu fyrirtækja, sem öll sáu hag í því að fjárfesta í sínum mannauð. 

Á bak við styrki mánaðarins eru 1335 starfsmenn tuttugu fyrirtækja, sem öll sáu hag í því að fjárfesta í sínum mannauð. 

32 umsóknir bárust sjóðnum  og hafa allar verið afgreiddar fyrir utan þrjár sem bíða afgeiðslu vegna skorts á gögnum og hvetjum við umsækjendur til að kynna sér vel reglur þegar sótt er um, þar sem oft þarf viðbótargögn eða upplýsingar, ef verið er að sækja um styrk vegna námsefnisgerðar eða stafrænna fræðslupakka, svo dæmi séu tekin.   Tvær umsóknir voru vegna sameiginlegs styrks, en þegar um dýrt nám er að ræða þá er það hagkvæmt,  sjá nánar hér.

Þá er alltaf gaman þegar ný fyrirtæki sækja um í sjóðinn og að þessu sinni bættust tvö fyrirtæki í hóp þeirra sem fyrir voru.

Námskeiðin voru margvísleg og sem hér segir;

Akademías 
Aukin ökuréttindi 
Eldvarnarnámskeið
Endurmenntun atvinnubílstjóra
Frumnámskeið
Gæðastjórnun
Heilsufyrirlestur
Iðjuþjálfun
Íslenska
Jafnrétti og fjölbreytileyki
Leiðtoganámskeið
Markaðssetning til ferðamanna
Meirapróf
Skyndihjálp
Starfslokanámskeið
Stjórnendaþjálfun
Tollmiðlaranámskeið
Vinnustaðamenning
Vinnuvélanám

Styrkir til einstaklinga.

Styrkir til einstaklinga í krónum talið voru sem hér segir:-

VSFK kr. 5.154.804,-

Hlíf kr.4.546.898,-

Vegna innleiðingar á nýju kerfi hjá Eflingu hafa orðið tafir á uppgjöri við Starfsafl vegna afgreiðslu styrkja og því ekki vitað hver styrkfjárhæð þessa mánaðar er.

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér