40 milljónir í styrki það sem af er ári

Tíminn er sannarlega fljótur að líða. Nýju ári hefur rétt verið fagnað þegar árið er hálfnað og  vikur og mánuðir hafa þotið hjá og tímabært er að líta til baka og skoða tölur, fjölda umsókna og fjárhæðir sem veittar hafa verið í styrki. 

Innan margra fyrirækja blómstrar menning sem hvetur til starfstengdrar fræðslu og þar er fyrir verklag sem styður við fræðslumenningu og sótt er jöfnum höndum í starfsmenntasjóði.  Þá er fjöldi fyrirtækja  að þreifa sig áfram, kynna sér þá möguleika sem eru í boði og leggja grunninn að menningu sem hvetur til starfstengdar fræðslu.  Skrefin eru nokkur en allt er mögulegt ef viljinn er fyrir hendi og framtíðarsýnin er skýr.

Skrefin eru nokkur en allt er mögulegt ef viljinn er fyrir hendi og framtíðarsýnin er skýr.

Fyrri helmingur þessa árs hefur verið annasamur á skrifstofu Starfafls og fjöldi fyrirtækja hefur nýtt sér það bakland sem Starfsafl er, en mikið hefur verið sótt í þá þjónustu sem veitt er á skrifstofu Starfsafls vegna stjórnunar og skipulags fræðslu auk þess sem aukning á sér stað í fjölda umsókna.

Það sem af er ári hafa verið greiddar rétt undir 40 milljónum króna í styrki til fyrirtækja vegna starfstengdrar fræðslu sem náði til 4000 félagsfólks.  Þar er hverri krónu vel varið og fyrirtæki sem fjárfestir í sínu starfsfólki með því að bjóða upp á starfstengda fræðslu og hvetja til starfsþróunar, styrkir sína innviði og uppsker ríkulega.

Þar er hverri krónu vel varið og fyrirtæki sem fjárfestir í sínu starfsfólki með því að bjóða upp á starfstengda fræðslu og hvetja til starfsþróunar, styrkir sína innviði og uppsker ríkulega.

Styrkir til fyrirtækja

Í júní bárust 30 umsóknir frá 18 fyrirtækjum sem er í takt við fyrri mánuð.  Áætluð fjárhæð í styrki mánaðarins (styrkloforð) nam 5.2 milljónum króna og þar af hafa verið greiddar rúmar 4 miljónir króna.

Tvær umsóknir bíða afgreiðslu þar sem tilskylin gögn vantar og þá var tveimur umsóknum hafnað, annarri þeirra þar sem hámarki var náð. Að því sögðu er vert að benda á að öll fyrirtæki eiga rétt á 4 milljónum króna á ári. Ekki þarf að sækja um neina sérstaka aðild eða greiða aðildargjald, heldur eru skilyrðin þau að fyrirtæki sé með starfsfólk í þeim félögum sem standa að Starfsafli og standa skil á launatengdum gjöldum.

Tvær umsóknir voru vegna sameiginlegs styrks fyrirtækis og félagsmanns, en þá getur fyrirtæki sótt um til Starfsafls og fengið hámarksstyrks vegna einstaklingsnáms starfsmanns og félagsmaðurinn sótt um einstaklingsstyrk og nýtt þann rétt sem hefur áunnist þar. Um sama sjóð er að ræða, en Starfsafl sér um alla afgreiðslu og þjónustu við fyrirtæki en stéttafélögin sjá um afgreiðslu til félagsmanna í umboði Starfsafls. Hér má lesa nánar um sameiginlegan styrk fyrirtækis og félagsmanns.  Þegar þessi leið er farin þá getur samanlagður styrkur orðið að hámarki 690.000,- en þó aldrei meira en 90% af reikningi. 

Ein umsókn var vegna Fræðslustjóra að láni og er það verkefni í fullum gangi. Ráðgjafi verkefnisins er Ragnar Matthíasson hjá RM ráðgjöf og Starfsafl leiðir verkefnið, en sá sjóður er leiðandi sem á flest félagsfólk hverju sinni innan þess fyrirtækis sem um ræðir. 

Alls náðu fyrirtækjastyrkir mánaðarins til 903 einstaklinga en sá mikli fjöldi skýrist meðal annars af fyrrgreindu verkefni Fræðslustjóra að láni þar sem gert er ráð fyrir öllu starfsfólki fyrirtækisins meðal þátttakenda. Ef sá fjöldi er dregin frá standa eftir 469 einstaklingar sem sóttu ýmis námskeið greidd af þeim fyrirtækjum sem þau starfa hjá.

Styrkir voru veittir vegna eftirfarandi:

FAL
Endurmenntun atvinnubílstjóra
Enska
Gæðastjórnun
Inngilding og fjölbreytileiki
Íslenska
Kvenheilsa
Leiðtogaþjálfun
Lestur launaseðla
Líkamsbeiting
Málmsuðunámskeið
Meirapróf
PADI ísköfunarkennslunámskeið
Rafbílanámskeið
Sjálfstyrking
Skyndihjálp
Stafrænt fræðsluumhverfi
Stjórnun
Þjónusta

Styrkir til einstaklinga.

Styrkir til einstaklinga í krónum talið voru sem hér segir:-

VSFK kr. 3.058.551,-

Hlíf kr.2.056.695,-

Ekki hefur verið gert upp við Eflingu vegna einstaklingsstyrkja í júní og því liggja þær tölur ekki fyrir.

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér