Skráning hafin á vorfund Starfsafls
Skráning er hafin á vorfund Starfsafls sem haldinn verður fimmtudaginn 2. maí nk á Vox Club Hilton Reykjavík Nordica (gengið inn að framanverðu, til hliðar við aðalinngang).
Fyrirlesararnir eru hverjum öðrum betri, með góða fagþekkingu á sínu sviði en að þessu sinni horfum við til fræðslu sem fram fer á stafrænu formi í flóknu umhverfi fjölbreyttra vinnustaða sem skipaðir eru allskonar einstaklingum.
Dagsskrá vorfundar:
13:30 Vorfundur hefst.
Ávarp formanns. Jóhann Kristjánsson, formaður stjórnar Starfafls, býður gesti velkomna.
Horft um öxl og til framtíðar. Framkvæmdastjóri Starfsafls, Lísbet Einarsdóttir, fer yfir stöðuna.
Að sigra fræðslumálin á hraða hænunnar. Dagbjört Una Helgadóttir, mannauðsstjóri hjá AÞ- þrifum ræðir áskoranir íslenskukennslu í fjölþjöða starfsumhverfi og innleiðingu á Bara tala íslenskuappinu.
Hvernig vill fólkið læra? Elín Yngvadóttir og Ingibjörg Emilsdóttir fjalla um stafræna fræðslu í fyrirtækjum en erindi sitt byggja þær á lokaverkefni sínu til M.ed. prófs í Kennslu upplýsingatækni og miðlunar. Þær starfa báðar að fræðslumálum hjá Isavia og hafa verið að rannsaka hvernig hægt sé að auka árangur af þjálfun og fræðslu með því að kanna viðhorf starfsfólks og bæta vinnulag.
10 góð ráð fyrir stafræna umbreytingu. Ólína Laxdal, verkefnastjóri hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar, gefur góð ráð áður en lagt er af stað í stafræna umbreytingu.
Tengslamyndun yfir góðum veitingum. Gestir eru hvatttir til að staldra við að erindum loknum fram að fundarslitum, njóta góðra veitinga, taka samtalið og klárlega stækka tengslanetið.
16:00 Vorfundi slitið
Fundarstjóri er Kristján Jóhann Kristjánsson, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins í stjórn Starfsafls
Allir áhugasamir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir en skráning er nauðsynleg með því að senda tölvupóst á [email protected]