Viltu vita meira um Starfsafl og Áttina?

Fyrir þá sem kjósa frekar að hlusta á stutt hlaðvörp eða horfa á stutt myndbönd heldur en að lesa sér til um fræðslustyrki til fyrirtækja, þá eru hér tvær vefslóðir sem henta.

Augnablik í iðnaði.

Í Augnabliki í iðnaði, hlaðvarpi IÐUNNAR, má finna spjall við Lísbetu Einarsdóttur framkvæmdastjóra Starfsafls.  Í spjallinu er tæpt á því helsta, svo sem  fræðslustyrki til fyrirtækja, vefgátt sjóða og fræðslustjóra að láni, svo fátt eitt sé talið. Í kynningu Iðunnar segir;

Lísbet Einarsdóttir framkvæmdastjóri Starfsafls kom í hlaðvarp IÐUNNAR, Augnablik í iðnaði, til að ræða Áttina. Þar fórum við yfir umsóknarferlið og þá leið sem starfsmennasjóðirnir fara til að styðja sem best við fræðslustarf í fyrirtækjum.

Viðtalið er um 20 mínútur að lengd og geta áhugasamir nálgast það hér 

Myndband um áttina, vefgátt 

Á Áttinni, vefgátt sjóða, má finna  upplýsingar um hvernig er sótt um, hvers konar styrkir eru í boði, reglur og listi yfir fræðsluaðila, sjá hér kynningarmyndband

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] 

Myndin með fréttinni er fengin hér