VHE fær Fræðslustjóra að láni

Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við   VHE ehf. Fjórir sjóðir; Starfsafl, Landsmennt, Iðan og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks koma að verkefninu og greiða hlutfallslega fyrir félagsmenn sinna stéttafélaga.

Hjá VHE starfa  um 206  einstaklingar og þar af eru 18 í þeim félögum sem standa að Starfsafli.

Á vefsíðu fyrirtækisins segir að það sé leiðandi fyrirtæki í hönnun og smíði vélbúnaðar. Allt frá stofnun hefur fyrirtækið, segir jafnfram á vefsíðu,  unnið að því með metnaði og áræði að hanna og framleiða vélbúnað sem færir viðskiptavinum aukna samkeppnishæfni og árangur í sinni starfsemi. Í dag rúmlega 50 árum síðar er vélbúnaður frá VHE í yfir 25 löndum með yfir 70 uppsetningar á búnaði. Á þessum tíma hefur VHE sérsmíðað yfir 99 sérsmíðaðar vélar sem hannaðar eru sérstaklega út frá þörfum hvers viðskitpavinar.

Fyrirtækið er með starfstöðvar í Hafnarfirði, á Egilstöðum og á Reyðarfirði.

Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu að leiðum, tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greiningin og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækisins.

Allur kostnaður vegna ráðgjafans er greiddur af þeim sjóðum sem að verkefninu koma en framlag fyrirtækisins felst í framlögðum tíma starfsfólks.

Ráðgjafi verkefnisins er Eva Karen  hjá Effect ráðgjöf.

Nánari upplýsingar um verkefnið Fræðslustjóra að láni má nálgast á vef Starfsafls, www.starfsafl.is eða í síma 5107550

Um Starfsafl:

Starfsafl fræðslusjóður er í eigu Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins; Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.

Stykir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.

Myndin er fengin að láni af vefsíðu fyrirtækisins