Í tilefni af afmæli starfsmenntasjóðanna og 10 ára afmæli Áttarinnar, sameiginlegrar vefgáttar sjóðanna, var blásið til veglegrar ráðstefnu þann 18 september sl.
Ráðstefnan fór fram á Grand Hótel Reykjavík og að henni stóðu þeir starfsmenntasjóðir sem sameinast um rekstur Áttarinnar.
Dagskráin hófst með ávarpi, þá tóku við stutt erindi og inn á milli voru spiluð innslög sem voru af sögulegum toga sem og innslög með stjórnendum fjögurra fyrirtækja, sem sögðu bæði frá nálgun sinni í mannauðs- og fræðslumálum og reynslu af sjóðunum og vefgátt sjóða.
Að síðustu fóru fram lífllegar pallborðsumræður, eða mennta- og fræðsluspjall, þar sem stjórnendur fjögurra fyrirtækja ræddu hlutverk fræðslu og símenntunar í nútíma atvinnulífi og til framtíðar litið.
Gestir voru vel á annað hundrað og mátti heyra og sjá að mikil ánægja var með dagskrá ráðstefnunnar, veitingar að henni lokinni sem og alla umgjörð.
Við þökkum gestum okkar hjartanlega fyrir komuna.
Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar.
Myndir frá viðburðinum má nálgast á vefgátt sjóða, sjá hér