Uppgjör októbermánaðar
Í október bárust sjóðnum 34 umsóknir frá 21 fyrirtæki. Þar af var þremur umsóknum hafnað. Af þeim umsóknum sem voru samþykktar voru 8 vegna eigin fræðslu og 6 vegna endurmenntunar atvinnubílstjóra.
Aðrar umsóknir voru vegna námskeiða fyrir dyraverði, ADR, matvælaöryggi, samskipti og liðsheild, skyndihjálp og persónuverndarlög, svo dæmi séu tekin.
Heildarstyrkfjárhæð til fyrirtækja þennan mánuðinn var rétt undir 3 milljónum króna. Heildarfjöldi kennslustunda var um 400 stundir og fjöldi nemenda um 500 talsins.
Einstaklingsstyrkir voru venju samkvæmt töluvert fleiri og heildarfjárhæð styrka var rúmlega 21 milljón króna sem skiptist samanber eftirfarandi:
14. 967 milljónir króna til félagsmanna Eflingar
4.411 milljónir króna til félagsmanna Verkalýðsfélagsins Hlífar
1.410 milljónir króna til félagsmanna VSFK.
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband við skrifstofu Starfsafls.