Fátítt að fyrirtæki sæki um “allt í einu”
Það má með sanni segja að fjöldi fyrirtækja virðist þekkja vel til sjóðsins og sækja reglubundið um styrk og nýta þannig rétt sinn. Þá er orðið fátíðara að fyrirtæki sæki um “allt í einu” og sækja þess í stað jafnt og þétt í sjóðinn en styrkir eru alla jafna greiddir út innan 5 virkra daga frá því að umsókn berst, svo lengi sem öll gögn eru í lagi. Það munar miklu fyrir rekstraraðila og vonandi gerir þeim kleift að halda úti enn öflugra fræðslustarfi.
Í öðrum mánuði ársins bárust sjóðnum 18 umsóknir frá 11 fyrirtækjum. Af þessum 11 umsóknum var einni umsókn hafnað, ein biður þess að fara fyrir stjórn og með þeirri þriðju voru gögn ekki fullnægjandi og því ekki hægt að afgreiða hana fyrr en fullnægjandi gögn hafa borist.
Af þeim umsóknum sem voru samþykktar voru 3 vegna eigin fræðslu, 5 vegna samskipta og liðsheildar og 2 vegna áskrftar að stafrænu námsumhverfi, svo dæmi séu tekin.
Heildarstyrkfjárhæð til fyrirtækja þennan mánuðinn var rétt um eina og hálfa milljón króna vegna þeirra 11 umsókna sem voru afgreiddar. Heildarfjöldi kennslustunda var um 399 stundir* og fjöldi félagsmanna á bak við þá tölu 429 talsins. Að því sögðu er ekki hægt að líta fram hjá því að mánuðurinn var mjög rólegur hvað fyrirtækjastyrki varðar en sjóðnum bárust 50% færri umsóknir nú en í febrúar 2019. Þá var styrkfjárhæð að sama skapi mun lægri, en þess ber að geta að mánuðurinn er ekki að fullu afgreiddur eins og segir hér að ofan.
Greiddar fjárhæðir vegna einstaklingsstyrkja í febrúar voru sem hér segir:
Efling kr. 20.654.127,-
VSFK kr. 6.361.045,-
Hlíf kr. 1.551.125,-
Samtals greiddir einstaklingsstyrkir voru kr. 28.566.297,-
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband við skrifstofu Starfsafls. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
*Með áskrift að rafrænu námsumhverfi er áætluð 1 kennslustund á hvern félagsmann. Í því felst að veittur styrkur að rafrænu námsumverfi fyrir 50 félagsmenn áætlar 50 kennslustundir.