Umsóknir fyrirtækja aldrei verið fleiri
Þá er uppgjöri desembermánaðar lokið og óhætt að segja að öll met hafi verið slegin, bæði í fjölda umsókna frá fyrirtækjum og heildarfjárhæð greiddra styrkja til fyrirtækja.
116 umsóknir bárust sjóðnum í desember og þar af voru 81 umsókn frá 33 fyrirtækjum afgreiddar.
35 umsóknir voru færðar yfir á árið 2019 og verið er að vinna í því að afgreiða þær. Í mánuðinum voru greiddar kr. 8.884.170 milljónir í styrki. Það er nánast 100% aukning frá sama tíma á síðasta ári, þar sem sjóðnum bárust 65 umsóknir í desember og heildarfjárhæð greiddra styrkja í þeim mánuði var rúmar 4 milljónir.
2 umsóknir voru vegna verkefnisins Fræðslustjóra að láni, 12 umsóknir vegna eigin fræðslu og um 25 umsóknir vegna endurmenntunar atvinnubílstjóra, aukinna ökuréttinda og ADR. Umsóknir vegna íslenskunámskeiða voru alls 4 og umsóknir vegna stjórnendanámskeiða 4. Þá voru umsóknir vegna eldvarna, skyndihjálpar, fallvarnanámskeið, Excell, gestrisni og samskipta, svo dæmi séu tekin.
Styrkir mánaðarins til fyrirtækja náðu samanlagt til 1032 starfsmanna.
Styrkir til einstaklinga voru sem hér segir í desember:
Til félagsmanna Eflingar kr. 9.955.843,-
Til félagsmanna Hlífar kr. 1.110.025.-
Til félagsmanna VSFK kr. 5.364.282,-
Heildarfjárhæð greiddra styrkja til fyrirtækja og einstaklinga í desember var því um 24,5 milljónir.