Um 800 einstaklingar styrktir til náms

Starfsafl styrkir alla fræðslu, hvort sem hún fer fram á gólfi eða með aðstoð stafrænnar tækni, svo lengi sem hún telst vera starfstengd.  Að því sögðu voru 800 einstaklingar styrktir til náms í febrúar, ýmist í gegnum styrki til fyrirtækja eða einstaklinga.  Heildarfjárhæð greiddra styrkja var rétt undir 30 milljónum króna. 

Starfsafl styrkir alla fræðslu, hvort sem hún fer fram á gólfi eða með aðstoð stafrænnar tækni, svo lengi sem hún telst vera starfstengd.

Þá er vert að hafa í huga að starfsmenntun er ekki eyland í sjálfu sér sem tekur eingöngu mið af framboði heldur þarf að haldast í hendur við skýra stefna og markvissa fræðslu og þjálfun sem hluti af stefnumiðaðri starfsþróun.   

Styrkir til fyrirtækja

Febrúar var mjög rólegur mánuður og umsóknir töluvert færri en vanalega. Samanlögð styrkfjárhæð til fyrirtækja  í þeim mánuði var rétt undir tveimur milljónum króna og á bak við þá tölu 389 félagsmenn. 16  umsóknir bárust frá 11 fyrirtækjum og af þeim voru allar nema þjrár samþykktar.

Námskeiðin sem sótt var um styrk vegna voru samanber eftirfarandi:

Aukin ökuréttindi
Skyndihjálp
Heilsutengd fræðsla
Stafrænt fræðsluumhverfi
Stjórnun
Íslenska
Vinnnuvélarpróf
Sérhæft þrifanámskeið
Skyndihjálp, enska
Skyndihjálp, pólska
Brunavarnanámskeið
Stafrænn fræðslupakki
Vinnuvélanámskeið á ensku
Vinnuvélanám, bóklegt
Stjórnun (viðverusamtal)

Styrkir til einstaklinga:

Heildarfjárhæð greiddra styrkja til einstaklinga í febrúar var 26.6 milljónir króna og á bak við þá tölu 394 einstaklingar. 

Efling kr. 18.111.064,-

VSFK kr. 5.361.635,-

Hlíf kr. 3.197.723,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.