Tölur mánaðarins og meira til
Sumarmánuðirnir eru oftar en ekki mánuðir sem notaðir eru til tiltekta innan fyrirtækja. Ráðist er í það verkefni að hreinsa upp það sem liggur á borðinu og senda inn umsóknir vegna náms og námskeiða sem starfsfólk hefur sótt það sem af er ári.
Þá eru fyrirtæki sem senda inn umsóknir vegna námskeiða sem sumarstarfsfólk sækir en það er að aldrei of oft undirstrikað mikilvægi þess að fjárfesta í því starfsfólki sem kemur inn á vinnumarkaðinn rétt yfir sumarmánuðina.
Oftar en ekki er um að ræða ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og því mikilvægt að það geti bætt við sig reynslu og hæfni og jafnvel öðlast réttindi sem það getur nýtt sér í framtíðarstörfum.
Þá eru ótalin önnur námskeið sem fyrirtæki greiða fyrir sitt sumarstarfsfólk og eru góður grunnur fyrir öll framtíðarstörf, Að sjálfsögðu er síðan hægt að sækja um styrk sem felur í sér endurgreiðslu á kostnaði til Starfsafls og nýta þannig sinn rétt hjá sjóðnum, sem myndast sjálfkrafa um leið og launatengd gjöld hafa verið greidd.
Styrkir til fyrirtækja og einstaklinga
Samanlögð styrkfjárhæð til einstaklinga og fyrirtækja í júlí var rétt undir 24 milljónum króna sem er örlítið lægri fjárhæð en var greidd í styrki á sama tíma og fyrir ári síðan. Hafa ber þó í huga að þessi samanburður segir ekki alla söguna, þar sem greiddar hafa verið 60 milljónir króna meira í styrki það sem af er þessu ári samanborið við það síðasta og um 50% hærri fjárhæð til fyrirtækja. Það verður því verulega áhugavert að sjá hver heildartala ársins verður.
Greiddar hafa verið 60 milljónir króna meira í styrki það sem af er þessu ári samanborið við það síðasta og um 50% hærri fjárhæð til fyrirtækja.
Styrkfjárhæðir eftir félagsaðild;
Efling kr. 17,515,865,-
VSFK kr. 2,901,567,-
Hlíf kr. 1,383,700,-
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
Myndin með fréttinni er fengin hér