Tiltekt í rólegum júlímánuði

Júlímánuður var með rólegra móti enda margir í sumarfríi. Það er hinsvgar áhugavert að þeir rekstraraðilar sem sækja um styrki vegna fræðslu fyrirtækja yfir sumarmánuðina eru oftar en ekki í tiltekt, þ.e. margar umsóknir berast frá fáum fyrirtækjum. Það er jákvætt og vert að minna á að reikningar vegna fræðslu geta verið allt að ársgamlir þegar sótt er um styrk. Svo tiltekt getur skilað margvíslegum ávinningi.

Heildarfjárhæð greiddra styrkja þann mánuðinn 16.2 milljónir króna og þar af um 800 þúsund krónur í styrki til fyrirtækja.

Styrkir til fyrirtækja

13 umsóknir bárust frá 6 fyrirtækjum í mánuðinum, þar af hafa 12 verið afgreiddar og ein bíður afgreiðslu þar sem gögn vantar. 7 umsóknir voru vegna eigin fræðslu fyrirtækis en fyrirtæki geta sótt um styrki til að kosta eigin fræðslu sem fram fer innan fyrirtækjanna með aðstoð eigin starfsmanna í hlutverki leiðbeinanda. Í flestum eða öllum tilvikum er um að ræða sérhæfða fræðslu sem ekki er hægt að kaupa frá sjálfstæðum fræðsluaðilum. Litið verður sérstaklega á þetta atriði við mat á styrkhæfi. Má þar nefna þjálfun samkvæmt tilteknum þjálfunarferlum almennra starfsmanna t.d. í þjónustu og framleiðslu sérhæfðra vara. Reglu um eigin fræðslu má sjá hér.

Styrkir til einstaklinga í krónum talið voru sem hér segir:

Efling kr. 11,858,425,-

VSFK kr. 2,459,753,-

Hlíf kr. 1,110,330,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér