Þriðjungur nýtur styrkja

Í síbreytilegu umhverfi er nauðsynlegt fyrir fyrirtæki að vera vakandi og hlúa að sínum mannauð, starfsfólkinu. Sífellt fleiri fyrirtæki gera sér grein fyrir mikilvægi þess og bjóða sínu starfsfólki því upp á fræðslu við hæfi og notar til þess þá þekkingu sem til er innan veggja fyrirtækisins eða sækir þá þekkingu sem til þarf.

Starfsafl starfsmenntasjóður styrkir bæði fyrirtæki sbr. reglur þar um sem og einstaklinga og ánægjulegt er að sjá þann vöxt sem er  í styrkumsóknum. Á árinu 2015 voru veittir 3060 fræðslustyrkir til einstaklinga en aldrei áður hafa verið veittir jafnmargir styrkir. Sé litið til fyrirtækjastyrkja þá naut annar eins fjöldi einstaklinga styrkja í gegnum sinn vinnuveitanda, en beinir styrkir Starfsafls til fyrirtækja náðu til alls 2925 einstaklinga.

Það þýðir að styrkir Starsfafls ná til tæplega 6000 launþega innan Eflingar, Verkalýðsféagsins Hlífar og VSFK, sem er þriðjungur þeirra félagsmanna sem greitt er af til sjóðsins og er það mikið ánægjuefni.

20150921_093000