Þarfagreining fyrir hópferðabílstjóra
Óskað var eftir því við Mímir Símenntun, fræðslufyrirtæki á sviði framhaldsfræðslu og starfsmenntunar, að leiða verkefnið og sjá um greininguna. Það felur í sér að leitað verður til fyrirtækja og starfsmanna í greininni sem leggja til vitneskju um störf hópferðabílstjóra, svokallaða hæfnigreiningu, sem þá er höfð til grundvallar þarfagreiningunni. Svo hægt sé að fá raunsanna mynd af störfunum og fjölbreytileika þeirra er mikilvægt að fá stjórnendur jafnt sem bílstjóra frá mismunandi fyrirtækjum til að leggja vinnunni lið sem og atvinnurekendur.
Að lokinni þarfagreiningunni verður rituð námsskrá og þá standa vonir til þess að hægt verði að ráðast í gerð raunfærnimats og nám fyrir hópferðabílstjóra sem hafa á því áhuga og vilja efla sig í starfi.