Svarbréf vegna afgreiðslu styrkja

no-mail-1Með tilkomu Áttarinnar, sameiginlegri vefgátt starfsmenntasjóða, hefur verklag við afgreiðslu umsókna verið einfaldað til muna. Nú berast nánast allar umóknir og tilheyrandi gögn frá viðskiptavinum í gegn um Áttina og heyrir það til undantekninga að umsókn berist sjóðnum á annan hátt.  Svarbréf vegna afgreiðslu umsókna hafa ennfremur verið send í gegn um Áttina en jafnframt verið send viðskiptavinum sjóðsins með bréfpósti. 
 
Nú hefur því verklagi verið breytt á þann hátt að svarbréf verða ekki send með bréfpósti heldur verða þau aðeins aðgengileg inn á mínum síðum, á Áttinni.  Er þetta liður í því draga markvisst úr notkun pappírs á skrifstofu Starfsafls.
 
Við hér hjá Starfsafli vonum að þetta breytta verklag valdi ekki neinum vandkvæðum hjá viðskiptavinum sjóðsins.