Sumarkveðja frá Starfsafli

Um leið og við hjá Starfsafli óskum öllum gleðilegs sumars langar okkur að minna á að fyrirtæki sem greiða iðgjöld til fræðslusjóðsins eiga rétt á styrkjum til starfsmenntunar og fræðslu fyrir sitt starfsfólk – og það á jafnt við um sumarstarfsfólk og annað starfsfólk. Það er því kjörið tækifæri að nýta sumarið til að efla þekkingu og færni innan fyrirtækisins, með stuðningi frá sjóðnum.

Við hvetjum ykkur til að hafa samband ef þið hafið spurningar eða viljið fá ráðgjöf um hvernig hægt er að nýta styrkina – við erum ávallt reiðubúin að aðstoða.

Um Starfsafl:

Starfsafl fræðslusjóður er starfsmenntasjóður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.

Stykir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.

Myndin með fréttinni er fengin hér