Styrkir til íslenskukennslu í umsjá RANNÍS
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur undanfarin ár veitt styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga sem hingað kjósa að koma til að búa og starfa.
Árið 2015 var afgreiðslu þessara styrkja breytt og er nú sótt um þá til RANNÍS. Þá er aðeins einn umsóknarfrestur í ár, til 6. desember nk. en áður voru þeir tveir. Aðeins viðurkenndir fræðsluaðilar geta sótt um styrk og ber að vekja athygli á því. Þá þurfa fyrirtæki sem hyggjast halda námskeið fyrir sitt fólk að vera í samstarfi við viðurkennda fræðsluaðila til að geta fengið styrk til þess frá MMR, sjá nánar hér
Rannís birtir lista yfir styrkþegar í ársskýrslu um styrki til íslenskukennslu. Á árinu 2015 fengu 19 fræðsluaðilar styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga það ár, samtals 107 milljónir króna, sjá nánar hér