Styrkloforð vel á þriðju milljón króna
Það er óhætt að segja að vel hefur verið sótt í sjóðinn sl. mánuði. Sé litið eingöngu til aprílmánaðar þá voru veitt styrkloforð fyrir 2.5 milljónir króna en sökum eðli verkefna þá eru enn ógreiddir styrkir fyrir tæpa milljón króna. Þær greiðslur koma til þegar verkefnum er lokið en þær eru vegna eigin fræðslu fyrirtækja og Fræðslustjóra að láni verkefna, en slík verkefni eru gerð upp þegar þeim er lokið.
Sé litið til fjölda umsókna þá bárust 34 umsóknir frá 14 fyrirtækjum, þar af var fjórum umsóknum hafnað. Ástæður fyrir höfnun geta verið margvíslegar en yfirleitt tilkomið vegna ófullnægjandi eða rangra gagna. Af þessum 34 umsóknum voru 3 vegna verkefnisins Fræðslustjóra að láni og tvær vegna eigin fræðslu fyrirtækja.
Verkefnin sem voru styrkt voru fremur fjölbreytt en námskeið sem taka á þjónustu, s.s. þjónandi forysta og þjónusta í sal, eru áberandi auk íslenskunámskeiða. Á listanum hér á eftir má sjá yfirlit yfir þau námskeið sem styrkt voru í aprílmánuði:
Brunakerfi á veitingahúsum
Brýninganámskeið
Endurmenntun atvinnubílstjóra
Enska
Excel
Íslenska
Liðsheildarnámskeið
Merking vinnusvæða
Samskiptanámskeið
Sjúkraflutningnámskeið EMT
Starfsmannasamtöl
Þjónustunámskeid
Vinnuvélanámskeid
Þjónanámskeið
Þjónusta í sal
Brýninganámskeið
Endurmenntun atvinnubílstjóra
Enska
Excel
Íslenska
Liðsheildarnámskeið
Merking vinnusvæða
Samskiptanámskeið
Sjúkraflutningnámskeið EMT
Starfsmannasamtöl
Þjónustunámskeid
Vinnuvélanámskeid
Þjónanámskeið
Þjónusta í sal
Það er óhætt að segja að fyrirtæki sækja í sjóðinn í auknu mæli og gera sér vel grein fyrir því hversu sterkur bakhjarl Starfsafl getur verið þegar kemur að skipulagningu og fjármögnun fræðslu.
Þeim fyrirtækjum sem hafa á að skipa starfsfólki í Eflingu, VSFK eða Hlíf og vilja kynna sér sína möguleika, er bent á að hafa samband við sjóðinn.